top of page

Kópavogsmeistaramót í 501 - riðlar


Fyrsta Kópavogsmeistaramót karla í 501 fór af stað mánudaginn 29. apríl. Byrjað var að spila í riðlum og voru 20 leikmenn mættir til leiks. Spilað var best af 7 í riðlum. Fjórir riðlar voru spilaðir og voru keppendur dregnir í riðla.


Riðill 1

Óðinn Logi, Helgi Freyr, Haddi Hann, Haraldur Eysteins og Ási Harðar.


Riðill 2

Kári Vagn, Bjarni Vals, Jón Valgeir, Bragi Emils og Þórir Sigvalda.


Riðill 3

Þorbjörn Óðinn, Magnús Már, Kristján Sig, Hringur Grétars og Hraunar Karl.


Riðill 4

Anton Freyr, Marco Recio, Guðjón Hlöðvers, Gunnlaugur Már og Sævar Þór.


Frábær stemning var í Digranesi þetta kvöldið, margir hörku leikir spilaðir og nokkrar viðureignir fóru í odda.


Í riðli 1 spiluðu Haraldur og Ási best og var síðasti leikur riðilsins milli þeirra um hvor myndi vinna riðilinn. Ási byrja betur og komst í 0-2 en þá komst Haraldur í stuð og vann næstu fjóra og þar með riðilinn riðilinn með fullt hús vinninga. Vel gert hjá hinum 16 ára Haraldi. Ási varð í öðru, Helgi Freyr í þriðja, Haddi Hann í fjórða og Óðinn Logi í fimmta.


Í riðli 2 var mjög jafnt á flestum tölum og margir leikir réðust á oddalegg. Hinn 12 ára Kári Vagn vann alla sína leiki og vann riðillinn. Jón Valgeir varð í öðru, Bjarni í þriðja, Bragi í fjórða og Þórir í fimmta.


Í riðli 3 var úrval frábærra leikmanna. Kristján Sig spilaði best og vann alla sína leiki. Magnús Már tók annað sæti, Hraunar Karl þriðja, Þorbjörn Óðinn 10 ára tók fjórða og Hringur varð í fimmta.


Í riðli 4. voru Marco og Sævar að spila best. Úrslitaleikur var að milli þeirra um efsta sætið og vann Marco í odda og tók fyrsta sætið. Sævar varð í öðru, Gunnlaugur í þriðja, Guðjón í fjórða og Anton Freyr í fimmta.


Sextán manna útsláttur verður svo spilaður fimmtudaginn 2. maí.


Leikir í 16 manna úrslitum:

Haraldur Eysteins

Guðjón Hlöðvers


Jón Valgeir

Hraunar Karl


Marco Recio

Haddi Hann


Magnús Már

Bjarni Vals


Kári Vagn

Þorbjörn Óðinn


Ási Harðar

Gunnlaugur Már


Sævar Þór

Helgi Freyr


Kristján Sig

Bragi Emils


Það verður flott stemning í Digranesi á fimmtudaginn, mikið undir og hvetjum við fólk til að koma og horfa á frábæra pílu. Húsið opnar kl. 19:00 og byrjað verður að spila kl. 19:40.

0 comments

AUGLÝSING

bottom of page