Kópavogsmót unglinga í 301 (DI/DO)
- pfk111
- Oct 2, 2024
- 1 min read
Updated: Dec 29, 2024
Spilað var Kópavogsmót unglinga í 301 dido í Digranesi fimmtudaginn 26. september. Sjö keppendur mættu til leiks. Spilað var best af 3 í riðlum og að úrslitaleik en þar var spilað best af 5. Notast var við Scolia kerfi í þessu móti og kom það vel út.

Kári Vagn vann riðilinn og fékk þann sem varð í fjórð sæti í fjögurra manna úrslitum. Óðinn Hrafn varð í örðu sæti í riðlinum, Marel Haukur varð í þriðja og Ísak Máni í fjórða. Óðinn Hrafn vann svo Marel og Kári vann Ísak Mána í undanúrslitaleikjunum.
Úrslitaleikurinn var æsispennandi. Óðinn komst í 2-1 og fékk pílur til að vinna leikinn í fjórða legg en Kári stal leggnum og jafnaði 2-2. Svo setti Kári í fimmta gír, tók fimmta legginn og sigurinn í mótinu.
Pílufélag Kópavogs vill þakka öllum þátttakendum fyrir góða keppni og óskar sigurvegurum innilega til hamingju!
Við hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti.



Comments