Landsliðsmenn okkar Haraldur og Kristján
- pfk111
- May 23, 2024
- 1 min read

Haraldur Birgisson og Kristján Sigurðsson leikmenn PFK voru nýlega valdir í landsliðs Íslands fyrir Nordic cup sem byrjar í dag á Bullseye.
Þeir byrja að spila núna kl 09:00 í tvímenningi í fimm liða riðlum og fjögur lið fara upp úr riðlum í 16 liða útslátt.
Haraldur er með Alexander Þorvaldsyni og Kristján er með Herði Guðjónsyni. Það verður skemmtilegt að fylgjast með þeim mæta bestu leikmönnum á norðurlanda.
Svo seinna í dag klukkan 15:30 er byrjar einmenningur, þar er beinn útsláttur. Þar gætu okkar menn komist alla leið í úrslitaleik, sem verður spilaður á laugardaginn. Á morgun, föstudaginn 24. maí, byrjar liðakeppni.
Við óskum þeim góðs gengis og hvetjum fólk að kíkja á Bullseye til að styðja þá en annars er hægt að fylgjast með úrslitum á dartconnect.com
Hér er líka dagskrá nordic cup
Hér eru líka sýndir leikir á live darts iceland stremi 1 og live darts iceland stremi 2



Comments