Leikmenn PFK í Úrvalsdeildinni
- pfk111
- Jul 18, 2024
- 1 min read
Leikmenn PFK verða í eldlínunni í haust þegar Úrvalsdeildin í pílukasti fer af stað. Félagið á þrjá leikmenn í deildinni í ár, þá Harald Birgisson, Kristján Sigurðsson og Kára Vagn Birkisson. Úrvalsdeildin hefst 26. október og eru alls 16 leikmenn sem taka þátt. Fyrst um sinn verður spilað í riðlum þar sem leikmenn safna stigum og að lokum leika fjórir stigahæstu leikmennirnir í útslætti um sigur í deildinni. Niðurröðun leikja fyrstu fjögur keppniskvöldin er klár og ljóst að PFK mun eiga fulltrúa á sviði öll fjögur kvöldin. Spilað verður á Bullseye Reykjavík þann 26. október, Sviðinu Selfossi þann 2. nóvember, Hljómahöllinni Reykjanesbæ þann 9. nóvember og í Sjallanum Akureyri þann 16. nóvember en allt verður þetta einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Við hvetjum alla til að mæta og hvetja okkar menn áfram í þessari skemmtilegu keppni.

Til frekari upplýsinga: https://dart.is/isurvalsdeildin-i-pilukasti-2024/



Comments