Mikil fjölgun í PFK það sem af er ári
- pfk111
- Feb 19, 2024
- 2 min read
Updated: Feb 20, 2024
Árið 2024 byrjaði eins og 2023 endaði. Mikil fjölgun hefur verið í yngriflokkastarfi hjá félaginu. Sævar Þór Sævarsson og Ásgrímur Harðarson hafa haft umsjón með yngriflokkastarfi félagsins en í ársbyrjun bættust við tveir þjálfarar í hópinn, landsliðsmaðurinn Haraldur Birgisson og Ítalinn knái Marco Recenti. Mikil ánægja ríkir með þessa viðbót í þjálfarahóp félagsins.
Um 40 börn eru í félaginu og 10-15 eru að prófa að æfa hjá okkur. Staðan er þannig að við þurfum að skipta hópum barna og unglinga í þrjá flokka.
-Stelpuflokk 5-11 ára, kl: 17:00-18:00 á þriðjudögum.
-Strákaflokk 5-11 ára, kl: 18:00-19:00 á þriðjudögum.
-Stelpur/strákar 11-18 ára kl: 19:00-20:00 á þriðjudögum og annan hvern föstudag kl 17:00-18:30.
Einnig má nefna að við erum að fjölga spjöldum um fjögur og stefnum á að vera með 13 spjöld til afnota í mars. Þannig geta 26 leikið einmenningsleik hverju sinni.
Hjá fullorðnum hefur mikið verið um nýskráningar en auk þess hafa margir af bestu leikmönnum landsins gengið í félagið. Þar má nefna Kristján Sigurðsson, Árna Ágúst Daníelsson og Magnús Már Magnússon sem allir hafa náð góðum árangri í pílukasti á Íslandi.
Í dag erum við að nálgast 40 iðkendur hjá fullorðnum í félaginu og áttum við 20 leikmenn í Floridana deildinni sem fór fram sunnudaginn 11. febrúar. Einungis þrjú félög áttu fleiri keppendur á mótinu en PFK. Þrír leikmenn PFK spiluðu í efstu deild Floridana deildarinnar; Haraldur og Kristján urðu í 3.-4. sæti og Árni Ágúst í 5.-8. sæti og halda þeir allir sínu sæti í efstu deild mótaraðarinnar.
Fyrsta umferð í Dartung 2024 var spiluð laugardaginn 10. febrúar. Leikið var í aðstöðunni okkar og átti PFK þar 13 ungmenni af þeim 40 sem kepptu. Gaman er að segja frá því að Kári Vagn vann Drengjaflokk 9-13 ára og Þorbjörn Óðinn í varð í 2. sæti. Svo urðu Elín Dögg og Íris Harpa í 2. og 3. sæti í Stúlknaflokki 9-13 ára.
















Comments