top of page

Pingpong.is mótaröðin í Barna- og unglingaflokki

  • pfk111
  • Mar 14
  • 1 min read

ree

Mikil spenna og skemmtun hefur verið undan farnar vikur í íþróttahúsinu Digranesi. Síðustu sjö vikur hefur verið spilað á hverjum fimmtudegi og það hefur verið keppt í tveimum flokkum; unglingflokki og barnaflokki og réðust úrslitinu á síðasta keppisdegi og í síðasta leik í unglingaflokknum.


Spilað var 501 tvöfaldur út og best af 3 alla leið í unglingaflokki. Í barnaflokki var spilað 301 einn leggur og tvær umferðir.


Í unglingflokki var rosaleg spenna allt fram í lokaleik í mótaröðinni. Ísak Máni og Kári Vagn höfðu skiptst á að vinna hvert mót og spiluðu þeir í úrslitaleik í síðustu umferðinni sem var líka úrslitaleikur mótsins. Því sá sem sigraði myndi vinna mótaröðina. Rosalega mikil spenna var og var odda leggur sem réði því hvor vann. Kári Vagn vann leikinn og varð því sigurvegarinn í Pingpong.is mótaröðinni í unglingaflokki.


Í barnaflokki var barátta á hverjum degi og sigrum hvers keppnisdags fagnað vel. Gunnar Emil vann nokkuð örugglega en mikil barátta var um annað og þriðja sætið. Svo fór að Eyþór tók annað sætið og Heiðar Orri það þriðja.


Við þökkum öllum sem tóku þátt á Pingpong.is mótaröðinni. Einnig þökkum við Pingpong.is kærlega fyrir að gefa verðlaun og hvetjum fólk til að kíkja í Síðumúla 35 og taka út píluúrvalið.


Hægt er að sjá stigatöflu Pingpong.is mótaröðinar hér fyrir neðan.


 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page