Píla er heilsársíþrótt
- pfk111
- Jun 5
- 3 min read

Við þökkum öllum félagsmönnum fyrir gott tímabil og nú er við hæfi að fara yfir uppganginn í pílunni hjá okkur. Samhliða fjölgun og meiri ásókn í keppni og æfingar fjölguðum við píluspjöldum í 13 og fjárfestum í Scoliakerfi á öll spjöld. Við munum halda áfram að bæta aðstöðuna á hverju tímabili, ætlum að halda áfram að gera betur og stækka enn meira.

Það hefur verið unnið mjög gott starf í Digranesi til að búa til gott keppnis- og afreksfólk í pílukasti. Það hefur verið fullt af allskonar pílumótum hjá okkur á þessu tímabili og þegar við teljum allt til frá 5. ágúst til 28. maí þá hafa verið 11 mót á 49 mótsdögum í meistaraflokki, 40 opin hús á þriðjudögum og 4 opið hús á mánudögum auk 22 konukvölda á mánudögum og miðvikudögum. Einnig bættum við æfingum í hádeginu á laugardögum í mars og apríl sem urðu 8 talsins og voru vel sóttar af félagsmönnum. Við vorum með fjóra þjálfara sem skiptust á að vera með æfingar; þeir Kristján, Halli B, Sævar og Ási sáu um þessar átta hádegisæfingar og heppnuðust þær vel.

Einnig höfum við haft 90 æfingar í barna- og unglingaflokki auk þess að hafa verið með 17 mót fyrir ungmennin. Sævar og Ási hafa séð um æfingar og mót yngri flokka.

Ef við förum yfir pílumót PFK og hefjum yfirferðina á mótum fyrir meistarflokk á tímabilinu, þá byrjum við á sumarmótaröð Pingpong.is sem byrjaði 5. ágúst og enduðum tímabilið 28. maí á Kópavogsdeild PFK. Hér fyrir neðan sjáum við öll mótin en þetta eru 11 mót og á 49 kvöldum á 43 vikum.
Sumarmótaröð Pingpong.is 5 kvöld. Atli Þór vann.
Kópavogsmeistaramót í 501 tvímenning. 1 kvöld. Halli B og Kári Vagn unnu.
Liðakeppni PFK 6 kvöld. Kári og Árni Ágúst unnu.
Haustmótaröð Pingpong.is 10 kvöld. Kristján Sig vann.
Jólamótaröð PFK 6 kvöld. Helgi Freyr vann.
UMSK mót 1 kvöld. Kristján Sig vann.
Vetrarmótaröð Pingpong.is 10 kvöld. Kári Vagn vann.
Lucky Draw 1 kvöld.
Ási og Kollu unnu.
Kópvogsmeistaramót PFK 1 kvöld. Kári Vagn vann.
Barbarinn.is mót 1 kvöld. Sævar vann.
Kópavogsdeild PFK 7 kvöld. Ási Harðar vann.
Samtals eru þetta 11 mót á 49 kvöldum.
Það má líka nefna þá leikmenn sem hafa bætt sig mikið á þessum tíu mánuðum. Fyrstan má nefna hinn 72 ára Guðjón H. en bætingin hjá honum er gífulega og núna mætir hann í öll mót, setur reglulega í 180 og vinnur marga leiki. Einnig eru yngri leikmenn eins og Helgi Freyr, Kári Vagn, Atli og Halli E. sem eru komnir á þann stað að þeir geta unnið alla leikmenn á Íslandi á deginum sínum. Svo eru leikmenn eins og Þórir, Elís, Sævar, Gulli og Bjarki sem hafa tekið miklum framförum á síðustu mánuðum og mörg falleg útskot fengið flugið hjá þeim í flottum leikjum. Það má líklega bara segja að rosalega margir hafi tekið miklum framförum á tímabilinu!
Barna og unglinga starfið
Við byrjuðum æfingar haustannar þriðjudaginn 6. ágúst og vorum með æfingar á þriðjudögum og mót eða æfingar á fimmtudögum á tímabilinu. 70-80 börn og unglingar hafa mætt hjá okkur, kastað pílum og kannski fyrst og fremst átt góðar stundir í faglegu íþróttaumhverfi með vinum og félögum. Við höfum haft 50 æfingar á þriðjudögum (41) og fimmtudögum (9) og 4 mót/mótaraðir á 17 dögum.
Barna og unglinamót Pingpong.is 3 sunudagsmót og 1 föstudagsmót.
Unglingmótaröð Pingpong.is 6 föstudagar.
Barna og unglingmótaröð Pingpong.is 7 fimmtudagar
Kópvogsmeistaramót barna og unglinga 1 fimmtudagur
Samtals eru þetta 4 mót/mótaraðir á 17 dögum.
Styrktaraðilar PFK

Við þökkum okkar styrktaraðilum fyrir stuðninginn á tímabilinu. Svo bjóðum við nýjum styrktaraðilum að koma til liðs við okkur og styðja okkur við að halda íþróttinni sem heilsárs íþrótt.
Við verðum með æfingar/opið hús og mót í Digranesi í sumar.
Barna og unglingaæfingar á þriðjudögum kl 18:00
Opið hús á þriðjudögum kl: 19:00
Mót verða eftir veðri og verða auglýst á heimasíðu og samfélagsmiðlum.
Áfram PFK



Comments