top of page

Pétur Rúðrik vann Pílumót UMSK - umfjöllun og úrslit

  • pfk111
  • Dec 29, 2023
  • 2 min read

Updated: Dec 31, 2023


Þann 28. desember hélt Pílufélag Kópavogs Pílumót UMSK í húsakynnum félagsins í Digranesi. Alls voru 23 keppendur skráðir til leiks en í hópnum voru margir sterkir leikmenn sem ætluðu sér titilinn í þessu fyrsta pílumóti UMSK.


Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK) var stofnað 1922 og er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og Ungmenanfélagi Íslands (UMFÍ). Innan sambandsins eru ungmenna- og íþróttafélög í Bessastaðahreppi, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjós.


Samkvæmt íþróttalögum er landinu skipt í íþróttahéröð. Í hverju íþróttahéraði skal vera eitt héraðssamband/íþróttabandalag allra íþróttafélaga í héraðinu til að vinna að hinum ýmsu hagsmunamálum þeirra. UMSK er eitt þessara héraðssamabanda og starfar að hagsmunum íþróttafélaga í sínu héraði sem tilheyrir Garðabæ, Kjós, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Á ársþingi UMSK síðasta vor fékk Pílufélag Kópavogs inngöngu í sambandið.


Spilað var 501 best af 7 alla leið í beinum útslætti. Dregið var fyrir hverja umferð svo ekki var hægt að áætla leiðina að titlinum. Þar sem 23 leikmenn tóku þátt voru spilaðir 7 leikir um sæti í 16 manna úrslitum og fóru þeir svo:


Sævar Þór 4 - 1 Alex Máni

Lukasz 4 - 1 Barði

Pétur Rúðrik 4 - 0 Ísak Eldur

Hraunar Karl 4 - 0 Óðinn Logi

Bragi 4 - 1 Sigurður Hermann

Helgi Pjetur 4 - 2 Kristján Sig

Vitor 4 - 0 Snæbjartur Sölvi


16-manna úrslit:

Karl Helgi 4 - 3 Þorgeir

Helgi Pjetur 4 - 1 Bragi

Halli Birgis 4 - 0 Jóhann Gunnar

Kári Vagn 4 - 2 Rúnar

Einar 4 - 1 Þorbjörn Óðinn

Vitor 4 -1 Ási Harðar

Pétur Rúðrik 4 - 0 Hraunar Karl

Lukasz 4 - 0 Sævar Þór


8-manna úrslit:

Pétur Rúðrik 4 - 0 Vitor

Helgi Pjetur 4 - 0 Kári Vagn

Halli Birgis 4 - 3 Lukasz

Karl Helgi 4 - 0 Einar


Undanúrslit:

Pétur Rúðrik 4 - 1 Karl Helgi

Halli Birgis 4 - 1 Helgi Pjetur


Úrslitaleikur:

Pétur Rúðrik 4 - 1 Halli Birgis


3. sæti:

Helgi Pjetur 4 - 3 Karl Helgi


Það var Pétur Rúðrik Guðmundsson, Pílufélagi Grindavíkur, sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir hörkuúrslitaleik við Halla Birgis, Pílufélagi Kópavogs. Pétur er því sigurvegari UMSK mótsins 2023. Tölfræðin úr úrslitaleiknum.


Pétur hlaut að launum UMSK bikarinn sem Guðmundur Sigurbergsson formaður UMSK afhenti við hátíðlega athöfn að móti loknu.


Stjórn Pílufélags Kópavogs þakkar keppendum, UMSK og öllum sem komu að skipulagningu og framkvæmd mótsins kærlega fyrir vel heppnað mót.




 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page