top of page

Shot deildin, önnur umferð

  • pfk111
  • Sep 12
  • 2 min read

ree


Önnur umferð í Shot deildinni var spiluð miðvikudaginn 10. sept. 15 keppendur mættu til leiks og voru þeir raðaðir í 2 deildir. Í fyrstu deild voru átta leikmenn og í annari voru þeir sjö.

Gaman er að segja frá því að sex leikmenn tóku 180 og Ási tók 180 þrisvar sinnum, magnaðir leikmenn! Einnig tóku Halli og Ási tvisvar hvor yfir tonn í útskotum; Halli með 123 og 117, en Ási 115 og 113.




ree

Mikil keppni var í gangi í fyrstu deild.

Margir jafnir leikir og aðrir ójafnir. Eftir sex umferðir voru Halli B og Helgi Freyr báðir með sex vinninga. Báðir spiluð vel en Halli átti ekki í miklum vandræðum með síðasta leikinn og vann Helga 3-0.



Í undanútslitum spilaði Halli gegn Elís og endaði það 3-0. Í hinum undanúrslitaleiknum spilaði Helgi Freyr gegn Ása og endaði það líka 0-3.

í úrslitum áttust við Halli og Ási. Hörkuleikur, mörg tonn flugu og avg var mjög hátt í leiknum. Halli byrjaði á að stela fyrsta legg en Ási jafnaði 1-1. Í næsta legg voru menn í brasi að hitta tvöfaldan og á endaðum tók Halli sénsinn og komst í 2-1. Í fjórða legg fékk ási þrjár pílur til að fara með legginn í odda en tókst ekki og ljóst að Halli B er sigurvegari 2. umferðar í 1. deild í Shot deildinni.


Hörkuleikir voru í annari deild.



ree

Spilað var ein umferð í annari deild. Þar réðust ekki úrslit fyrr en í síðasta legg.

Kiddi M frá Snóker og pool vann deildina. En þrír urðu jafnir í efsta sæti og varð að reikna leggjahlutfall til að fá niðurstöðu.




Hér fyrir neðan er stigataflan eftir tvær umferðir.

Stigatafla í Shot deildinni


Við þökkum öllum sem mættu og Pingpong.is fyrir að styrkja mótið.

Næsta umferð fer fram fimmtudaginn 18. september.

Húsið opnar kl: 19:00 og mótið byrjar kl:19:30


 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page