top of page

Sigur í Vestmannaeyjum

  • pfk111
  • Sep 16, 2024
  • 1 min read

Um helgina fór fram Vestmannaeyjar open en mótið er að festa sig í sessi sem órjúfanlegur hluti haustsins í dagskrá pílukastara. Margir öflugir leikmenn voru mættir á eyjuna fögru og freistuðu gæfunnar að þessu sinni og var þar á meðal hinn 13 ára Kári Vagn úr Pílufélagi Kópavogs.


Spilaðir voru átta riðlar með sex til sjö leikmönnum hver þar sem fjórir efstu fóru áfram í útslátt. Kári var í öflugum riðli en tryggði sig áfram nokkuð örugglega í 4. sæti riðilsins. Í 32 og 16 manna úrslitum vann Kári sína leiki 3-1 og var á flottri siglingu. Hann vann svo Árna Ágúst 3-2 í hörkuleik í 8 manna úrslitum eftir að hafa lent undir í leiknum 1-2. Kári vann svo undanúrslitaleikinn örugglega 4-0 og ljóst að hans biði landsliðsþjálfarinn Pétur Rúðrik í úrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn reyndist mikill naglbítur þar sem Kári fékk tækifæri til að komast í 3-1 en Pétur sýndi styrk sinn og jafnaði í 2-2 og náði svo forystunni 3-2. Kári jafnaði um hæl 3-3 og ljóst að oddalegg þyrfti til að skera úr um úrslit mótsins. Þar reyndist Kári sterkari og vann að lokum 4-3 sigur sem þýðir að hann er sigurvegari Vestmannaeyjar open 2024. Hrikalega vel gert hjá Kára og óskum við honum til hamingju með sinn fyrsta sigur á ,,fullorðins" móti.


ree

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page