top of page

Sævar sigraði níundu umferð í Pingpong.is mótaröðinni

  • pfk111
  • Apr 5, 2024
  • 2 min read

Níunda umferð Pingpong.is  mótaraðarinnar fór fram fimmtudaginn 4. april í húsakynnum PFK í Digranesi. Um er að ræða tíu vikna mótaröð þar sem sex bestu kvöld keppenda gilda til stiga. Stigameistari mótaraðarinnar hlýtur vegleg verðlaun frá Pingpong.is.


Alls voru 11 keppendur mættir til leiks og öflugir leikmenn freistuðu gæfunnar. Spilað var í tveimum riðlum, best af 5 alla leið og komust fjórir leikmenn upp úr hverjum riðli.



Í A-riðli voru Frosti, Sævar, Helgi Freyr, Reynir, Þórir og Villi. Mjög jafnt var í riðlinum og var aðeins einn leggur sem munaði á fyrsta sætinu og því þriðja. Sævar vann riðilinn, Villi tók annað sætið, Helgi Freyr þriðja og Þórir það fjórða.


Í B-riðli voru Ási, Henrik Hugi, Hraunar, Bjarki og Gulli. Henrik Hugi, sem er mjög efnilegur leikmaður, vann Ása í fyrsta leik 3-2. Hann tók út 111 og 120 í þeim leik. Ási vann samt riðillinn, Hraunar varð í öðru, Gulli í þriðja og Bjarki og Henrik jafnir í fjórða. Bjarki fékk fjórða sætið því hann vann Henrik Huga.


Í 8 manna útslætti voru hörkuleikir. Úrslitin voru eftirfarandi:

Ási 3-2 Þórir

Villi 2-3 Hraunar

Sævar 3-1 Bjarki

Gulli 1-3 Helgi Freyr


Undanúrslit:

Hraunar 0-3 Ási

Sævar 3-1 Helgi Freyr


Úrslit urðu þau að Sævar vann Ása 3-1. Sævar spilaði vel allt mótið og átti ekki í miklum vandræðum með Ása í kvöld. Sævar er sigurvegari níundu umferðar í Pingpong.is mótaröðinni.


Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður spiluð fimmtudaginn 11. apríl. Mótaröðin er opið öllum, þátttökugjald er ekkert fyrir skráða félagsmenn en 1.000 kr á kvöldi fyrir aðra.


Hér er fyrir neðan er hægt að sjá stigatöfluna með því að smella á linkinn. Ási Harðar leiðir Pingpong.is mótaröðina þegar ein umferðir er eftir.


 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page