Sævar Þór, Marco og Ísak Máni unnu sínar deildir í 5. umferð Kópavogsdeildarinnar
- pfk111
- 4 days ago
- 2 min read

Fimmta umferð Kópavogsdeildarinnar var spiluð miðvikudaginn 14. maí og mættu 19 keppendur til leiks. Alls var leikið í þremum deildum. 1. deild var sjö manna, 2. deild og 3. deild voru sex manna. Mjög góð stemning var í Digranesinu þetta kvöld og skemmtu leikmenn sér vel. Margir leikmenn hafa tekið töluverðum framförum á síðustu misserum, margir leikir spilaðir yfir 60 avg og sumir yfir 70. Gaman er að sjá hvað leikmenn eru að verða góðir!

Mikil keppni var í 1. deild í þesari umferð. Sævar, Ási og Gulli voru að spila mjög vel og
margir leikir fóru í odda. Frábærir leikir voru svo í undanúrslitum og úrslitaleikurinn var hin besta skemmtun. Engu munaði að Ási myndi vinna 3-0 en Sævar stal þriðja legg, komst á skrið og vann leikinn 3-2 í hörkuleik. Vel gert Sævar, sem var að vinna sína fyrstu umferð.

Það voru flottir leikir spilaðir í 2. deild. Baldur og Valdimar voru að spila í fyrsta skipti í 2. deild eftir að hafa stigið sín fyrstu keppnisskref í 3. deildinni hingað til. Marco var í miklu stuði og vann alla sína leiki, enda er Ítalinn illviðráðanlegur á sínum degi. Guðjón spilaði vel og fer upp með Marco.

Hinn efnilegi Ísak Máni spilaði mjög vel og vann 3. deild. Snæland spilaði líka vel og fer upp með Ísaki en Snæland hefur flakkað á milli deilda í hverri viku.
Hér má smella á Stigalista Kópavogsdeildarinnar.
Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 21. maí klukkan 19:30 en húsið opnar kl. 19:00.
Allir félagsmenn velkomnir að mæta, skráning er á abler.io
Comments