top of page

Sævar Þór, Marco og Ísak Máni unnu sínar deildir í 5. umferð Kópavogsdeildarinnar

  • pfk111
  • 4 days ago
  • 2 min read



Fimmta umferð Kópavogsdeildarinnar var spiluð miðvikudaginn 14. maí og mættu 19 keppendur til leiks. Alls var leikið í þremum deildum. 1. deild var sjö manna, 2. deild og 3. deild voru sex manna. Mjög góð stemning var í Digranesinu þetta kvöld og skemmtu leikmenn sér vel. Margir leikmenn hafa tekið töluverðum framförum á síðustu misserum, margir leikir spilaðir yfir 60 avg og sumir yfir 70. Gaman er að sjá hvað leikmenn eru að verða góðir!





Sævar sigraði fimmtu umferð í 1. deild
Sævar sigraði fimmtu umferð í 1. deild

Mikil keppni var í 1. deild í þesari umferð. Sævar, Ási og Gulli voru að spila mjög vel og

margir leikir fóru í odda. Frábærir leikir voru svo í undanúrslitum og úrslitaleikurinn var hin besta skemmtun. Engu munaði að Ási myndi vinna 3-0 en Sævar stal þriðja legg, komst á skrið og vann leikinn 3-2 í hörkuleik. Vel gert Sævar, sem var að vinna sína fyrstu umferð.







Marco sigraði fimmtu umferð í 1. deild.
Marco sigraði fimmtu umferð í 1. deild.

Það voru flottir leikir spilaðir í 2. deild. Baldur og Valdimar voru að spila í fyrsta skipti í 2. deild eftir að hafa stigið sín fyrstu keppnisskref í 3. deildinni hingað til. Marco var í miklu stuði og vann alla sína leiki, enda er Ítalinn illviðráðanlegur á sínum degi. Guðjón spilaði vel og fer upp með Marco.





Ísak Máni sigraði fimmtu umferð í 3. deild
Ísak Máni sigraði fimmtu umferð í 3. deild



Hinn efnilegi Ísak Máni spilaði mjög vel og vann 3. deild. Snæland spilaði líka vel og fer upp með Ísaki en Snæland hefur flakkað á milli deilda í hverri viku.





Hér má smella á Stigalista Kópavogsdeildarinnar.


Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 21. maí klukkan 19:30 en húsið opnar kl. 19:00.

Allir félagsmenn velkomnir að mæta, skráning er á abler.io

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page