top of page

Valur vann síðustu umferð í Pingpong.is mótaröðinni

  • pfk111
  • Dec 16, 2023
  • 1 min read


Guðmundur Valur vann átjándu umferð Pingpong.is mótaröðina sem fór fram 14. des.

Hörkuleikir og margir jafnir leikir voru spilaðir það kvöld. Níu leikmenn mættu og spiluðu þeir allir við alla og best af 5.


Í lokaumferðinni áttust við G.Valur og Ási Harðar og var það úrslitaleikur um efsta sætið. G. Valur vann leikinn í odda eftir að hafa lent undir 1-2. G. Valur var stöðugur allt mótið og átti skilið að vinna mótið.


Kristján Sig tók 13 pílna legg og Ási Harðar 14 pílna legg.

G.Valur tók eitt 180 og Óðinn Logi sitt fyrsta 180 í leik. Svo tók Ási þrjú 180.

Sævar tók út 152, Óðinn 130, Árni Ágúst 120, Kristján Sig 117 og Ási 116.


Leikir hjá G. Vali 

Valur gegn Sævar 0-3

Valur gegn Gulla 3-0

Valur gegn Árna Ágúst 3-0

Valur gegn Óðni 3-0

Valur gegn Ísaki 3-0

Valur gegn Kristjáni 3-2

Valur gegn Hraunari 3-2

Valur gegn Ása 3-2





Efstu menn 14. Des

1. sæti Ási 116 stig

2. sæti  Sævar þór 89 stig

3. sæti Marco 75 stig



 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page