Ási Harðar, Jón Bjarki og Frosti unnu sínar deildir í 6. umferð Kópavogsdeildarinnar
- pfk111
- 1 day ago
- 1 min read

Sjötta umferð Kópavogsdeildarinnar var spiluð miðvikudaginn 21. maí og mættu 16 keppendur til leiks. Alls var leikið í þremum deildum. 1. deild var sex manna, 2. deild og 3. deild voru fimm manna. Mjög góð stemning var í Digranesinu þetta kvöld og skemmtu leikmenn sér vel. Margir leikmenn hafa tekið töluverðum framförum á síðustu misserum, margir leikir spilaðir yfir 60 avg og sumir yfir 70. Þetta kvöld flugu 180 í öllum deildum. Á meðal þeirra var það Hlynur Nói 11 ára sem tók eitt 180 á sínu fyrst móti í Kópavogsdeildinni en hinn 12 ára Frosti gerði sér lítið fyrir og vann 3. deildina. Gaman er að sjá hvað ungu leikmenn félagsins eru að verða góðir.

Gulli spilaði frábærlega í kvöld. Hann vann alla í deildinni, en í úrslitaleiknum náði hann sér ekki alveg á strik og Ási Harðar tók hann á reynslunni. Gulli tók 180 og 104 út, frábær spilamenska hjá honum. Ási Harðar tók 14 pílu legg og spilaði ágætlega.

Bjarki spilaði mjög vel í kvöld. Hann vann alla í deildinni og í útslættinum. Frábær spilamenska hjá honum. Kristinn og Jóel eru að spila mjög vel líka.

Frosti Steinn 12 ára vann 3. deildina á sínu fyrsta móti í Kópavogsdeildinni.
Hér má smella á Stigalista Kópavogsdeildarinnar.
Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 28. maí klukkan 19:30 en húsið opnar kl. 19:00.
Allir félagsmenn velkomnir að mæta, skráning er á abler.io
コメント