top of page

Ási Harðar, Jón Bjarki og Frosti unnu sínar deildir í 6. umferð Kópavogsdeildarinnar

  • pfk111
  • 1 day ago
  • 1 min read


Sjötta umferð Kópavogsdeildarinnar var spiluð miðvikudaginn 21. maí og mættu 16 keppendur til leiks. Alls var leikið í þremum deildum. 1. deild var sex manna, 2. deild og 3. deild voru fimm manna. Mjög góð stemning var í Digranesinu þetta kvöld og skemmtu leikmenn sér vel. Margir leikmenn hafa tekið töluverðum framförum á síðustu misserum, margir leikir spilaðir yfir 60 avg og sumir yfir 70. Þetta kvöld flugu 180 í öllum deildum. Á meðal þeirra var það Hlynur Nói 11 ára sem tók eitt 180 á sínu fyrst móti í Kópavogsdeildinni en hinn 12 ára Frosti gerði sér lítið fyrir og vann 3. deildina. Gaman er að sjá hvað ungu leikmenn félagsins eru að verða góðir.







Ási Harðar sigraði sjöttu umferð í 2. deild.
Ási Harðar sigraði sjöttu umferð í 2. deild.


Gulli spilaði frábærlega í kvöld. Hann vann alla í deildinni, en í úrslitaleiknum náði hann sér ekki alveg á strik og Ási Harðar tók hann á reynslunni. Gulli tók 180 og 104 út, frábær spilamenska hjá honum. Ási Harðar tók 14 pílu legg og spilaði ágætlega.








Bjarki sigraði sjöttu umferð í 2. deild.
Bjarki sigraði sjöttu umferð í 2. deild.



Bjarki spilaði mjög vel í kvöld. Hann vann alla í deildinni og í útslættinum. Frábær spilamenska hjá honum. Kristinn og Jóel eru að spila mjög vel líka.


Frosti Steinn sigraði sjöttu umferð í 3. deild.
Frosti Steinn sigraði sjöttu umferð í 3. deild.










Frosti Steinn 12 ára vann 3. deildina á sínu fyrsta móti í Kópavogsdeildinni.







Hér má smella á Stigalista Kópavogsdeildarinnar.


Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 28. maí klukkan 19:30 en húsið opnar kl. 19:00.

Allir félagsmenn velkomnir að mæta, skráning er á abler.io

 
 
 

コメント


AUGLÝSING

bottom of page