Ási Harðar sigraði tíundu umferð og er sigurvegari Pingpong.is mótaraðarinnar
- pfk111
- Apr 12, 2024
- 1 min read

Tíunda og síðasta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar fór fram fimmtudaginn 11. april í húsakynnum PFK í Digranesi. Um er að ræða tíu vikna mótaröð þar sem sex bestu kvöld keppenda gilda til stiga. Stigameistari mótaraðarinnar hlaut vegleg verðlaun frá Pingpong.is.
Alls voru 5 keppendur mættir til leiks og öflugir leikmenn freistuðu gæfunnar. Spilað var í einum riðli, best af 5 alla leið og komust fjórir leikmenn upp úr riðli í útslátt.
Í riðlinum voru Ási, Marco, Ingó, Þórir og Hringur. Mjög jafnt var í riðlinum og var hlutafallsmunur sem skar úr um fyrstu þrjú sæti riðilsins. Ási vann riðilinn, Marco tók annað sætið, Hringur það þriðja og Ingó náði því fjórða.
Undanúrslit:
Ingó 0-3 Ási
Marco 3-2 Hringur
Í úrslitaleiknum var það svo Ási sem vann Marco 3-0. Ási spilaði mjög vel allt mótið og átti ekki í miklum vandræðum með Marco í úrslitaleiknum. Ási er sigurvegari tíundu umferðar Pingpong.is mótaraðarinnar.
Pingpong.is mótaröðinni er núna lokið og er það Ási Harðar sem er sigurvegari mótaraðarinnar. Við þökkum Pingpong.is kærlega fyrir stuðninginn.
Hér er fyrir neðan má sjá loka niðurstöðu stigatöflu með því að smella á linkinn.



Comments