top of page

Ási Harðar, Ársæll og Bragi unnu sínar deildir

  • pfk111
  • May 11
  • 1 min read

Updated: May 12


Fjórða umferð Kópavogsdeildarinnar var haldin miðvikudaginn 7. maí og mættu 19 keppendur til leiks. Alls var leikið í þremum deildum. 1. deild var sjö manna, 2. deild og 3. deild voru sex manna. Mjög góð stemning var í Digranesinu þetta kvöld og skemmtu leikmenn sér vel. Gaman er að segja frá því að Sigurður E Þorsteinsson tók út sitt hæsta útskot 156 í 1. deildinni og Sævar Þór Sævarson smellti í 14 pílna leik.

Ási Harðar sigraði fjórðu umferð í 1. deild.
Ási Harðar sigraði fjórðu umferð í 1. deild.


Mikil keppni var í 1. deild í þesari umferð. Sævar og Elís voru að spila mjög vel og fórum margir leikir í odda. Frábærir leikir voru svo í undanúrslitum og í úrslitaleiknum og munaði engu hver myndi vinna. En að lokum vann Ási sína aðra umferð. Til hamingju Ási.



Ársæll Páll sigraði fjórðu umferð í 2. deild.
Ársæll Páll sigraði fjórðu umferð í 2. deild.


Ársæll rétt náði að tryggja sér inn í útsláttinn með því að vinna Bjarka í lokaumferðinni. Svo í útslættinum vann hann Guðjón H í undanúrslitum og Bjarka í flottum úrslitaleik. Vel gert Ársæll og velkominn í efstu deild í næstu umferð.



Bragi Jónsson sigraði fjórðu umferð í 3. deild.
Bragi Jónsson sigraði fjórðu umferð í 3. deild.




Sem fyrr var gleðin við völd í 3. deild og margar flottar pílur fengu flugið. Bragi var sjóðandi í kvöld, tapaði aðeins tveimur leggjum af 17 og fór með sigur af hólmi í deildinni. Jóel fer upp um deild með honum.



Hér má smella á Stigalista Kópavogsdeildarinnar.


Næsta umferð fer fram miðvikudaginn 14. maí klukkan 19:30 en húsið opnar kl. 19:00.

Allir félagsmenn velkomnir að mæta, skráning er á abler.io

 
 
 

留言


AUGLÝSING

bottom of page