top of page

Ási vinnur Scoliamót

  • pfk111
  • Sep 17
  • 2 min read

Updated: Sep 18

ree

Þriðjudaginn 16. sept var spilað Scolia-mót 501 best af 5 alla leið í beinum útslætti. Alls mættu til leiks 21 leikmenn og var frábær stemning í Digranesinu sem aldrei fyrr. Hörkuleikir voru spilaðir og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós.

Ási tók 13 pílna legg, spilaði vel yfir allt mótið og var yfir 60 avg í flestum leikjum. Elvar Guðmunds átti hæsta útskotið 143, Ási tók út 130, fleiri tóku út tonnið og þó nokkur 180 fengu flugið.




Hér eru úrslit mótsins:


32.manna úrslit:

Elvar gegn Reyni 3-0

Davíð gegn Einari Kr 1-3

Vitor gegn Kristni 3-0

Marel gegn Ævari 3-1

Ási gegn Aroni 3-0


16 manna úrslit:

Sandra gegn Elvari 1-3

Gulli PG gegn Alex Mána 3-1

Pétur Grétars gegn Einari Kr 0-3

Kolbeinn gegn Vitori 0-3

Bjarki gegn Mareli 3-2

Stjáni gegn Guðjóni Dan 3-1

Sævar gegn Ása 0-3

Siggi Þ gegn Guðjóni H 3-0


8 manna úrslit:

Elvar gegn Gulla 1-3

Einar gegn Vitori 1-3

Bjarki gegn Stjána 3-2

Ási gegn Sigga Þ 3-0


Undanúrslit:

Gulli gegn Vitori 2-3

Bjarki gegn Ása 0-3


Úrslitaleikur var á milli Ása úr PFK og Vitors úr PFH.

Þetta var æsispennandi leikur. Vitor vinnur búllið og byrjar að tonni í fyrsta kasti. Vitor kastar vel og reynir við bullið fyrir 15 pílna legg, það dettur ekki en hann vinnur fyrsta legginn. Ási rífur sig í gang og byrjar annan legg vel, tekur þrjú tonn í honum og vinnur hann á 18 pílum. Staðan er 1-1. Vitor byrjar á 95 en Ási svarar á tonni og tekur aftur þrjú tonn í leggnum og vinnur aftur á 18 pílna legg með frábæru útskoti 130. T20-20-B.

1-2 fyrir Ása og fjórði leggur fer rólega af stað. Svo setja drengirnir í gír og úr verður hörkuleggur sem Ási hefur að lokum í 22 pílum og leikinn 3-1.


Úrslitaleikur:

Ási gegn Vitor 3-1

ree
ree
ree









ree

ree

ree













Frábæru Scoliamóti lokið og við mælum með að leikmenn mæti á næsta Scoliamót þriðjudaginn 23. sept.

Auglýsing er á heimasíðu pfk.is


Við þökkum Pingpong.is fyrir að styrkja Scoliamót PFK.

 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page