Ísak Máni vann 5. umferð unglingamóts Pingpong.is
- pfk111
- Dec 3
- 1 min read

Unglingamót Pingpong.is & PFK var haldið laugardaginn 22. nóvember. Átta keppendur mættu til leiks og var skipt í barnaflokk og unglingaflokk. Þrír spiluðu í barnaflokki og spiluðu þeir 501 best af 3 í riðlinum. Það voru fimm í riðli í unglingflokki. Eftir riðilinn var farið í 4 manna útslátt.

Frábærir leikir voru spilaðir og eftir riðilinn voru undanúrslit þar sem Ari mætti Jökli Þór og vann 2-1 og Hlynur tapaði fyrir Ísaki Mána 1-2.
Í úrslitaleik vann Ísak Máni, Ara 2-0.
Til hamingju Ísak Máni með sigurinn.

Þrír ungir drengir mættu í barnaflokki. Þeir spiluðu 501 best af 3 beint inn, beint út. Mikil spenna var hjá þeim og hörkuleikir. Að lokum var það Alexander sem vann báða sína leiki og um leið mótið. Bjarki varð í örðu sæti og Kristinn í því þriðja.
Til hamingju Alexander með sigurinn.

Við þökkum öllum sem mættu og Pingpong.is fyrir að styrkja mótið.
Ein umferð er núna eftir og hér er hægt að smella á stigatöfluna til að sjá stöðuna.
Næsta mót verður 6. des kl: 13:00.
Öll velkomin að mæta.



Comments