Ísak vann síðustu umferð Föstudagsmótaraðar PFK & pingpong.is - Óðinn sigraði mótaröðina
- pfk111
- Dec 24, 2023
- 1 min read

Ísak Eldur vann síðustu umferð Föstudagsmótaraðar PFK & pingpong.is sem haldin var föstudaginn 22. desember. Alls mættu sex keppendur til leiks og var mikil spenna um hver myndi vinna þessa þriggja umferða mótaröð og taka með sér Shot Bandit spjaldið sem var í verðlaun fyrir sigur á mótaröðinni.
Ísak Eldur vann alla sína leiki og vann umferðina en fast á hæla hans komu Sigurður Hermann og Kári Vagn. Sigur Ísaks skaut honum upp í 2. sætið á mótaröðinni sem hann deilir ásamt Kára Vagni.
Sigurvegari mótaraðarinnar var Óðinn Logi en hann spilaði jafnt og gott mót, varð í 2. sæti í fyrstu umferð, vann aðra umferð og varð í 4. sæti í síðustu umferðinni.
Alls tóku 15 unglingar þátt í mótaröðinni, margir góðir leikir voru spilaðir og ljóst að mikill uppgangur er meðal ungmenna í pílukasti.

Ísak Eldur, Óðinn Logi og Kári Vagn



Comments