Íslandsmót félagsliða 2024
- pfk111
- Sep 2, 2024
- 1 min read

Íslandsmót félagsliða var haldið um helgina og mættum við til leiks með fullskipað lið. Liðið var skipað 15 leikmönnum; fjórum leikmönnum í A- karlaflokki, fjórum leikmönnum í B- karlaflokki og fjórum leikmönnum í kvennaflokki auk varamanns í hverju liði sem spilaði seinni daginn.
Á laugardeginum var byrjað á tvímenningi. Við vorum með sex lið í gangi, fjögur karlalið og tvö kvennalið. Besta árangrinum í tvímenningi náðu Halli B og Kristján sem náðu 5.-8. sæti. Seinni part dags var spilaður einmenningur þar sem Halli B náði bestum árangri okkar en hann endaði í 5.-8. sæti.






Á sunnudeginum var spiluð liðakeppni þar sem fjórir leikmenn voru saman í liði. Við mættum með þrjú lið þar, tvö karlamegin og eitt kvenna. Þá komu inn þrír varamenn; þau Jón Valgeir, Ólöf Eik og Haraldur Björgvin. A-lið karla náði lengst en þeir enduðu í 5.-8. sæti.



Frábæru móti lokið og virkilega gaman að senda fullmannað lið til leiks bæði karla- og kvennamegin. Hér er linkur á frétt frá ÍPS um úrslit keppninnar og hér er linkur frá dartconnect þar sem hægt er að sjá úrslit hvers leiks fyrir sig.



Comments