Óðinn Logi vann þriðju umferð unglingamótaröðina Pingpong.is og PFK
- pfk111
- Feb 26, 2024
- 1 min read
Updated: Feb 27, 2024

Þriðja umferð unglingamótaraðar Pingpong.is og PFK fór fram föstudaginn 23. febrúar. Mótaröðin er spiluð annan hvern föstudag í aðstöðu PFK í Digranesi og verður alls sex sinnum þar sem fjórar bestu umferðir telja til stiga. Pingpong.is veitir verðlaun stigameistara að mótaröð lokinni.
Átta unglingar mættu til leiks í 3. umferð og var spilað í tveimur riðlum með útslætti í kjölfar riðla. Frábærir leikir voru í riðlunum og var gaman að fylgjast með framförum þessara efnilegu leikmanna.
Úrslit í 8 manna úrslitum voru eftirfarandi:
Óðinn 3-2 Reynir
Kári 3-2 Árni Geir
Marel 2-3 Þorbjörn
Anton 3-2 Bjarki
Tveir hörkuleikir voru svo spilaðir í undanúrslitum þar sem úrslit voru svohljóðandi:
Þorbjörn 3-2 Kári Vagn
Anton 2-3 Óðinn Logi
Óðinn Logi vann Þorbjörn Óðinn 3-0 í úrslitaleiknum. Óðinn Logi er sigurvegari þriðju umferð í unglingamótaröð Pingpong.is og PFK, Þorbjörn Óðinn tekur annað sætið og Kári Vagn það þriðja.
Fjórða umferð Unglingamótaröðinar verður föstudaginn 1 mars.



Comments