Önnur umferð Pingpong.is mótaraðarinnar fór fram 25. janúar
- pfk111
- Feb 1, 2024
- 1 min read

Önnur umferð nýrrar Pingpong.is mótaraðar fór fram fimmtudaginn 25. janúar í húsakynnum PFK í Digranesi. Um er að ræða tíu vikna mótaröð þar sem sex bestu kvöld keppenda gilda til stiga. Stigameistari mótaraðarinnar hlýtur vegleg verðlaun frá Pingpong.is.
Alls voru 18 keppendur mættir til leiks og margir sterkir leikmenn sem freistuðu gæfunnar. Spilað var í fjórum riðlum, best af 5 alla leið og komust tveir leikmenn upp úr hverjum riðli.
Í A-riðli, voru tveir hörkuleikmenn, einn unglingur og einn nýliði. Lukasz (1) vann riðilinn og fór upp, Halli Birgis lenti í öðru sæti. Í B-riðli fóru upp Hallgrímur Hannesson (Haddi) og Marco. Þessi riðill var mjög sterkur og komst Barði Halldórs ekki upp úr riðlinum.
Í C-riðli fóru upp Ási Harðar og Kári Vagn. Kári Vagn er 12 ára og er mjög efnilegur leikmaður. Í D-riðli fóru upp Marel Haukur og Tómas. Marel Haukur er einn af okkar efnilegu strákum í unglingaflokki.
Í útslætti fóru fram hörkuleikir. Úrslit voru eftirfarandi:
Halli B 3 - 2 Ási
Haddi 3 - 0 Tómas
Lukasz 3 - 1 Kári Vagn
Marco 3 - 1 Marel Haukur
Undanúrslit:
Halli B 3 - 1 Haddi
Lukasz 3 - 2 Marco
Það voru því tveir af betri pílukösturum landsins sem öttu kappi í úrslitaleik annari umferðar Pingpong.is mótaraðarinnar. Halli B sem er einn að bestu pílumönnum landsins og landsliðsmaður til tveggja ára og Lukasz Knapik sem hefur verið vinna fullt af mótum og er í úrtakshópi landsliðsþjálfans fyrir Nordic cup. Úrslit urðu þau að Halli vann Lukasz 3 - 1 í hörku leik.
Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður spiluð fimmtudaginn 1. febrúar. Mótaröðin er opið öllum, þátttökugjald er ekkert fyrir skráða félagsmenn en 1.000 kr á kvöldi fyrir aðra.



Comments