Úrslit ráðin í unglingamótaröð Pingpong.is og PFK
- pfk111
- Mar 26, 2024
- 1 min read
Updated: Mar 27, 2024
Sjötta og síðasta umferð unglingamótaraðar Pingpong.is og PFK fór fram föstudaginn 22. mars. Mótaröðin var spiluð annan hvern föstudag í aðstöðu PFK í Digranesi og var alls sex sinnum þar sem fjórar bestu umferðir töldu til stiga.
Ellefu unglingar mættu til leiks í þessa síðustu umferð og var spilað í riðlum með útslætti í kjölfar riðla. Flottir leikir voru spilaðir í riðlunum og er ávallt gaman að fylgjast með framförum þessara efnilegu leikmanna. Þess má geta að tveir leikmenn köstuðu 180 þennan föstudaginn, þeir Jóhann Fróði og Róbert - vel gert hjá þeim.
Úrslit í 8 manna útslætti voru eftirfarandi:
Þorbjörn Óðinn 3-2 Jóhann Gunnar
Róbert 3-1 Anton Freyr
Jóhann Fróði 3-0 Marel Haukur
Frosti 3-2 Óðinn Logi
Tveir hörkuleikir voru svo spilaðir í undanúrslitum þar sem úrslit voru svo hljóðandi:
Róbert 3-1 Þorbjörn Óðinn
Jóhann Fróði 3-0 Frosti
Jóhann Fróði vann svo Róbert í úrslitaleik 3-1. Með sigri í umferðinni gulltryggði Jóhann Fróði stigameistaratitilinn í mótaröðinni en hann vann alls þrjár umferðir af sex og spilaði mjög vel allt mótið. Þorbjörn Óðinn nældi sér í 2. sætið á mótaröðinni með því að komast í undanúrslit að þessu sinni. Pingpong.is veitti vegleg verðlaun efstu tveimur sætunum þar sem Jóhann Fróði fékk glæsilega Unicorn treyju og Bulls union leggi og Þorbjörn Óðinn fékk Unicorn geymslupökk.





Comments