top of page

Úrslit ráðin í unglingamótaröð Pingpong.is og PFK

  • pfk111
  • Mar 26, 2024
  • 1 min read

Updated: Mar 27, 2024

Sjötta og síðasta umferð unglingamótaraðar Pingpong.is og PFK fór fram föstudaginn 22. mars. Mótaröðin var spiluð annan hvern föstudag í aðstöðu PFK í Digranesi og var alls sex sinnum þar sem fjórar bestu umferðir töldu til stiga.


Ellefu unglingar mættu til leiks í þessa síðustu umferð og var spilað í riðlum með útslætti í kjölfar riðla. Flottir leikir voru spilaðir í riðlunum og er ávallt gaman að fylgjast með framförum þessara efnilegu leikmanna. Þess má geta að tveir leikmenn köstuðu 180 þennan föstudaginn, þeir Jóhann Fróði og Róbert - vel gert hjá þeim.


Úrslit í 8 manna útslætti voru eftirfarandi:

Þorbjörn Óðinn 3-2 Jóhann Gunnar

Róbert 3-1 Anton Freyr

Jóhann Fróði 3-0 Marel Haukur

Frosti 3-2 Óðinn Logi


Tveir hörkuleikir voru svo spilaðir í undanúrslitum þar sem úrslit voru svo hljóðandi:

Róbert 3-1 Þorbjörn Óðinn

Jóhann Fróði 3-0 Frosti


Jóhann Fróði vann svo Róbert í úrslitaleik 3-1. Með sigri í umferðinni gulltryggði Jóhann Fróði stigameistaratitilinn í mótaröðinni en hann vann alls þrjár umferðir af sex og spilaði mjög vel allt mótið. Þorbjörn Óðinn nældi sér í 2. sætið á mótaröðinni með því að komast í undanúrslit að þessu sinni. Pingpong.is veitti vegleg verðlaun efstu tveimur sætunum þar sem Jóhann Fróði fékk glæsilega Unicorn treyju og Bulls union leggi og Þorbjörn Óðinn fékk Unicorn geymslupökk.



 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page