top of page

Þriðja umferð Pingpong.is mótaraðarinnar fór fram 1. febrúar

  • pfk111
  • Feb 7, 2024
  • 2 min read

Þriðja umferð Pingpong.is mótaraðar fór fram fimmtudaginn 1. febrúar í húsakynnum PFK í Digranesi. Um er að ræða tíu vikna mótaröð þar sem sex bestu kvöld keppenda gilda til stiga. Stigameistari mótaraðarinnar hlýtur vegleg verðlaun frá Pingpong.is.


Alls voru 19 keppendur mættir til leiks og margir sterkir leikmenn sem freistuðu gæfunnar. Spilað var í fjórum riðlum, best af 5 alla leið og komust fjórir leikmenn upp úr hverjum riðli.


Í A-riðli voru flottir leikmenn. Daníel vann riðilinn, Bragi lenti í öðru sæti. Vilhelm Gauti í þriðja og Einar Ágúst í fjórða. Lárus datt út.


Í B-riðli vann Lukasz riðilinn létt eða án þess að tapa legg. Tómas Gauti í öðru, Hraunar var í þriðja og Óðinn Logi fjórða. Mikki datt út.


C-riðill byrjaði á hörkuleik milli Ása og Barða og vann Ási 3-1 og endaði á að vinna riðilinn, Barði tók annað sætið, Huldar þriðja og Guðjón Daníelsson fjórða. Ragnar Ingi datt út.


D-riðill var eini riðillinn með fjórum leikmönnum í. Þar voru tveir af okkur efnilegustu spilurum; Sigurður T og Kári Vagn. Siggi T vann riðilinn, Marco í öðru, Jón Ingi í þriðja og Kári í fjórða. Allir fóru þeir upp úr riðlinum.


Í 16 mannaútslætti fóru fram hörkuleikir. Úrslit voru eftirfarandi:

Daníel 2-3 Kári Vagn

Tómas Gauti 0-3 Huldar

Marco 3-1 Einar Ágúst

Barði 3-0 Hraunar

Lukasz 3-0 Guðjón

Bragi 3-2 Jón Ingi

Siggi T 3-1 Villi

Ási 3-0 Óðni


Í 8 manna útslætti var hart barist og allir leiki mjög jafnir. Úrslit voru eftirfarandi:

Kári 3-2 Huldar

Marco 3-1 Barði

Lukasz 3-2 Bragi

Ási 3-1 Siggi T


Undanúrslit:

Kári 0-3 Marco

Lukasz 3-0 Ása


Hér börðust fulltrúar Póllands og Ítalíu, tveir af betri spilurum þeirra landa, í úrslitaleik þriðju umferðar Pingpong.is mótaraðarinnar. Lukasz, sem var í öðru sæti í síðustu Pingpong.is mótaröð PFK og hefur verið að kasta afar vel upp á síðkastið, og Marco sem hefur verið á miklu flugi eftir að hann kom í PFK og vann meðal annars umferð í Pingpong.is mótaröðinni haustið 2023.


Úrslit urðu þau að Lukasz vann Marco í frábærum leik, 3 - 1. Lukasz með 80,33 í meðaltal og Marco með 68,03. Allir leggir voru 20 pílur eða minna.


Næsta umferð Pingpong.is mótaraðarinnar verður spiluð fimmtudaginn 8. febrúar. Mótaröðin er opið öllum, þátttökugjald er ekkert fyrir skráða félagsmenn en 1.500 kr á kvöldi fyrir aðra.



 
 
 

Comments


AUGLÝSING

bottom of page